Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Frumkvöðlaráðstefna á Hilton Nordica Hotel framundan
23.3.2010 | 22:30
Langar að benda þeim sem áhuga hafa á Frumkvöðlaráðstefnuna á Hilton Nordica hóteli næstu daga. MBA nemar HR hafa staðið sig með prýði við skipulagninguna og það verður gaman að fylgjast með fyrirlesurum og gestum.
Samráð verður á staðnum að kynna sína starfsemi á fimmtudaginn, hlökkum til að sjá sem flesta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fáum kannski "réttar" umfjallanir að þessu sinni í erlendum miðlum
8.3.2010 | 13:31
Frábærlega að þessu staðið!
Þarna komu saman fjöldi fjölmiðlafólks, á stað þar sem auðvelt aðgengi var að þeim fyrir aðila frá Seðlabankanum og Utanríkisráðuneytinu (og öðrum viðeigandi aðilum) til að koma sínum skilaboðum "rétt" á framfæri. Það hefur því miður verið áberandi að rangt sé farið með málefni og yfirlýsingar Íslendinga - hugsanlega sökum tungumála-misskilnings eða einfaldlega vegna óvandaðs fréttaflutnings. Með þessum hætti er verið að tryggja, eins og hægt er, einsleitan fréttaflutning svo skilaboð Íslendinga komi "rétt" fram í fjölmiðlum.
Vel gert!! Vonum að þetta hjálpi landi og þjóð að komast að sáttum við Breta og Hollendinga!
Hrós stundarinnar að mínu mati á þó Ólafur Ragnar, Forseti Íslands. Hann hefur tekið á málinu með staðfestu og talað okkar máli í fjölmiðlum. Gott útspil hjá honum var til að mynda að setja Icesave skuldbindingarnar í tölur sem sambærilegar eru í Bretlandi og Hollandi (miðað við höfðatölu, fjárhag og gengi viðkomandi lands) í miðri þjóðaratkvæðakostningu og brá mörgum fréttamanninum þegar þeir gerðu sér grein fyrir stærð þessa samnings fyrir Íslendinga.
Vonum að nú sé leiðin upp á við...
Um fimmtíu erlendir fjölmiðlar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)