Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Loksins fer málstaður okkar að skila sér erlendis

Því fleiri erlendir fréttamenn sem skrifa um stöðu Íslands, út frá okkar sjónarhóli, því betra fyrir málstað okkar. Heyr - heyr - nú loksins virðist einhver vera farinn að dreifa boðskapnum - hver ætli sjái um PR málefni fyrir hönd Íslands?!?


mbl.is Bretar og Hollendingar hætti einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært PR starf fyrir Ísland

Herkænska af bestu gerð!

Litla Ísland, úthrópuð sem gjaldþrota þjóð sem ekki vill borga Icesave skuldir sínar, eru fyrstir á vettvang. Þjóð sem telur rétt rúmlega 300.000 manns, á handboltalið á heimsmælikvarða, heimsmet í farsímaeign, Facebook notendum á höfðatölu, internetvæðingu landans og nú hetjur sem mæta fyrst á slysstað lengst suður í höfum.

Til hamingju Íslendingar - nú förum við að sjá jákvæða umfjöllun um land og þjóð og þá víkinga sem búa hér.

 


mbl.is Fátæka Ísland fyrst til Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband