Sópið öskunni í glerkrukkur og seljið ferðamönnum í sumar!!
18.4.2010 | 13:43
Sópa ösku af þökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ætli við verðum rukkuð um þann kostnað líka?!??
18.4.2010 | 12:29
ESB rannsakar kostnað vegna flugbanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frumkvöðlaráðstefna á Hilton Nordica Hotel framundan
23.3.2010 | 22:30
Langar að benda þeim sem áhuga hafa á Frumkvöðlaráðstefnuna á Hilton Nordica hóteli næstu daga. MBA nemar HR hafa staðið sig með prýði við skipulagninguna og það verður gaman að fylgjast með fyrirlesurum og gestum.
Samráð verður á staðnum að kynna sína starfsemi á fimmtudaginn, hlökkum til að sjá sem flesta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fáum kannski "réttar" umfjallanir að þessu sinni í erlendum miðlum
8.3.2010 | 13:31
Frábærlega að þessu staðið!
Þarna komu saman fjöldi fjölmiðlafólks, á stað þar sem auðvelt aðgengi var að þeim fyrir aðila frá Seðlabankanum og Utanríkisráðuneytinu (og öðrum viðeigandi aðilum) til að koma sínum skilaboðum "rétt" á framfæri. Það hefur því miður verið áberandi að rangt sé farið með málefni og yfirlýsingar Íslendinga - hugsanlega sökum tungumála-misskilnings eða einfaldlega vegna óvandaðs fréttaflutnings. Með þessum hætti er verið að tryggja, eins og hægt er, einsleitan fréttaflutning svo skilaboð Íslendinga komi "rétt" fram í fjölmiðlum.
Vel gert!! Vonum að þetta hjálpi landi og þjóð að komast að sáttum við Breta og Hollendinga!
Hrós stundarinnar að mínu mati á þó Ólafur Ragnar, Forseti Íslands. Hann hefur tekið á málinu með staðfestu og talað okkar máli í fjölmiðlum. Gott útspil hjá honum var til að mynda að setja Icesave skuldbindingarnar í tölur sem sambærilegar eru í Bretlandi og Hollandi (miðað við höfðatölu, fjárhag og gengi viðkomandi lands) í miðri þjóðaratkvæðakostningu og brá mörgum fréttamanninum þegar þeir gerðu sér grein fyrir stærð þessa samnings fyrir Íslendinga.
Vonum að nú sé leiðin upp á við...
Um fimmtíu erlendir fjölmiðlar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lítill bíll fyrir 4 takk!
18.2.2010 | 21:45
Ákvað fyrr í vikunni að endurnýja 15 ára gamlan aukabíl fjölskyldunnar, Nissan sunny station 4x4, og skipta honum út fyrir einn lítinn Toyota Aygo. Ég hélt nú að þessi bíll væri algjör dós, frekar hrár og lítill og nettur - en bót í máli væri hvað hann eyddi litlu bensíni. Verð þó að segja að þessi litli naggaralegi bíll er bara ansi góður! Svo góður að bensínmælirinn hefur ekki haggast nú í nokkra daga!!
Mæli með Aygo - naggur sem kemur á óvart!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frábært PR
18.2.2010 | 14:48
Frábært hjá Nova - snilldarinnar PR verkefni!
Nú munu allir vilja fá að vita hver er með númerið 777-7777!
Til lukku
Númerið 777 7777 fór á 850 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins fer málstaður okkar að skila sér erlendis
15.1.2010 | 08:31
Því fleiri erlendir fréttamenn sem skrifa um stöðu Íslands, út frá okkar sjónarhóli, því betra fyrir málstað okkar. Heyr - heyr - nú loksins virðist einhver vera farinn að dreifa boðskapnum - hver ætli sjái um PR málefni fyrir hönd Íslands?!?
Bretar og Hollendingar hætti einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært PR starf fyrir Ísland
14.1.2010 | 00:08
Herkænska af bestu gerð!
Litla Ísland, úthrópuð sem gjaldþrota þjóð sem ekki vill borga Icesave skuldir sínar, eru fyrstir á vettvang. Þjóð sem telur rétt rúmlega 300.000 manns, á handboltalið á heimsmælikvarða, heimsmet í farsímaeign, Facebook notendum á höfðatölu, internetvæðingu landans og nú hetjur sem mæta fyrst á slysstað lengst suður í höfum.
Til hamingju Íslendingar - nú förum við að sjá jákvæða umfjöllun um land og þjóð og þá víkinga sem búa hér.
Fátæka Ísland fyrst til Haítí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)